Lífið

Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Björn Bragi brá á leik í brúðkaupinu.
Björn Bragi brá á leik í brúðkaupinu. Björn Bragi

Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum.

Björn Bragi setti í kvöld inn á Facebook og Instagram myndaseríu úr brúkaupinu sem verður að teljast ansi skemmtileg. Þar má sjá hvar hann stillir sér upp með eiginkonum annarra gesta úr brúðkaupinu eins og um hans eigin kærustu væri að ræða. Á meðan mátti sjá hina raunverulegu eiginmenn í bakgrunni, heldur súra á svip.

Myndirnar má sjá hér að neðan, en þær voru eins og margar aðrar myndir úr brúðkaupinu merktar með myllumerkinu #algjörgifting. 
Brúðkaup eru frábær til að kynnast góðri konu #algjörgifting
A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.