Enski boltinn

Mourinho sagði sigur Brighton verðskuldaðan en skaut aðeins á dómarann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho grettir sig í gær.
Mourinho grettir sig í gær. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, sagði að United hefði átt skilið að tapa gegn Brighton í gær en fannst uppbótartími dómarans alltof stuttur.

United minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skömmu síðar var flautað af. Við það var Mourinho ekki sáttur og bar það atvik saman við atvik sem gerðist í síðasta leik United, sigurleik gegn Leicester.

„Markið okkar kom of seint og við fengum ekki einu sinni tækifæri á einum bolta í viðbót,” sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leikinn og hélt áfram.

„Það er mjög skrýtið því gegn Leicester endaði leikurinn á horni og Kasper Schmeichel fékk fimmtán sekúndur til þess að hlaupa úr sínum teig yfir í okkar teig.”

„Dómarinn beið eftir honum og gaf Leicester möguleika á marki eftir að uppbótartíminn var liðinn. Í dag fengum við ekki einu sinni horn í sömu aðstæðum og dómarinn stöðvaði leikinn er boltinn var í loftinu.”

„En Brighton átti skilið að vinna, hamingjuóskir til þeirra,” sagði pirraður Mourinho að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×