Körfubolti

Tristan Thompson sló Draymond Green í partý hjá LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tristan Thompson og Draymond Green.
Tristan Thompson og Draymond Green. Vísir/Getty
Frekari upplýsingar um slagsmál tveggja NBA-stjarna á næturklúbbi í Los Angeles á dögunum eru nú komnar fram í dagsljósið.

Samkvæmt frétt hjá Yahoo Sports voru leikmennirnir Tristan Thompson og Draymond Green þetta var ESPYs eftirpartý sem var haldið af engum öðrum en LeBron James.

Tristan Thompson er sagður hafa slegið Draymond Green upp úr þurru en Thompson átti eftir að gera upp sakir við Green frá því í fjórða leik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar.

Það voru síðan tveir af bestu leikmönnum deildarinnar, LeBron James og Kevin Durant, sem gengu á milli þeirra og stöðvuðu slagsmálin.

Hip hop bloggsíðan Bossip nefndi fyrst þá Tristan Thompson og Draymond Green á nafn í tengslum við slagsmálin en fleiri miðlar hafa fjallað um málið.

Draymond Green á að hafa komið til Tristan Thompson til að biðjast afsökunar á því sem gerðist í leik fjögur en Thompson tók ekki þessari afsökunarbeiðni og svaraði með hnefahöggi.

Bæði Tristan Thompson og Draymond Green héldu áfram að skemmta sér í partýinu eftir atvikið og bandarískir fjölmiðlar fengu ekki að vita um þetta fyrr en nokkrum vikum síðar.

Það var hinsvegar uppi orðrómur um að eitthvað hefði gerst í partýinu. Myndavélar og símar voru hinsvegar bannaðar í partýinu og því náðist ekkert á mynd.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×