Fótbolti

Celtic áfram í Meistaradeildinni

Einar Sigurvinsson skrifar
Odsonne Edouard skorar annað tveggja marka sinna í fyrri viðureign liðanna.
Odsonne Edouard skorar annað tveggja marka sinna í fyrri viðureign liðanna. vísir/getty

Rosenborg og Celtic gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Lerkendal vellinum í Noregi í dag.

Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri skosku meistaranna í Celtic og nægir jafnteflið því liðinu  til að tryggja sér sæti í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Matthías Vilhjálmsson lék síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Í þriðju umferðinni mætir Celtic grísku meisturunum í AEK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.