Fótbolti

Sjáðu Arnór Ingva tryggja Malmö áfram í Meistaradeildinni með stórkostlegu marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason fagnar hér marki sínu í gær.
Arnór Ingvi Traustason fagnar hér marki sínu í gær. Vísir/EPA

Arnór Ingvi Traustason var hetja sænska liðsins Malmö FF í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær en liðið komst þá áfram í 3. umferð eftir að hafa slegið út rúmenska liðið CFR Cluj.

Það var stórglæsilegt mark Arnórs Ingva á 55. mínútu sem réði úrslitum í einvíginu.

Malmö FF vann fyrri leikinn 1-0 á útivelli en lenti undir í þessum leik í gær sem var á heimavelli liðsins í Malmö.

CFR Cluj skoraði á 36. mínútu og þannig var staðan þegar Arnór Ingvi Traustason fékk boltann nokkuð fyrir utan vítateiginn.

Arnór Ingvi lék á einn varnarmann og skoraði síðan með frábæru langskoti upp í markhornið, gersamlega óverjandi fyrir markvörð CFR Cluj.

Þetta var annað markið hans í Meistaradeildinni í ár en hann skoraði einnig eitt mark í 3-0 útisigri á Drita í fyrstu umferð forkeppninnar.

Malmö FF setti markið hans Arnórs Ingva inn á samfélagsmiðla sína og það má sjá það hér fyrir neðan sem og fagnaðarlætin eftir leikinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.