Innlent

Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli.
Frá vettvangi Skaftárhlaups árið 2015 en þá hljóp úr eystari Skaftárkatli. vísir/vilhelm

Miklar líkur eru taldar á að Skaftárhlaup muni hefjast á næstu dögum og mun Veðurstofa Íslands funda um málið í dag.

Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins en Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að GPS-mælir á íshellunni í eystri Skaftárkatli hafi sýnt frá því um miðnætti mjög skýra niðursveiflu.

„Sem er til marks um að vatn sé farið að renna undan katlinum,“ segir Kristín en hlaup gæti hafist á næstu þremur dögum.

Sérfræðingar munu koma sama til fundar á Veðurstofu Íslands klukkan 14 í dag til að ræða stöðuna og reyna að meta hvenær þetta vatn kemur fram.

Spurð hvort von sé á miklum hamförum segir Kristín erfitt að segja til um það. Hún segir ekki mikið í vötnunum, sem dregur umtalsvert úr líkum á hamförum, en það skipti máli á hversu mikill ferð vatnið fer fram og að ýmsu að hyggja.

Árfarvegur Skaftár.Loftmyndir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×