Innlent

Mikil skjálftavirkni í Kötluöskju

Birgir Olgeirsson skrifar
Eldfjallið Katla er í Mýrdalsjökli.
Eldfjallið Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Mikil skjálftavirkni hefur verið í Kötluöskju undanfarinn sólarhring þar sem stærsti skjálftinn mældist 3,6 að stærð. Það er stærsti skjálftinn sem hefur mælst þar í sumar að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Um fjörutíu skjálftar hafa mælst í öskjunni undanfarinn sólarhring.

Kötluaskja er í Mýrdalsjökli en Kristín segir katla þar vera fulla af vatni og hugsanlega geti komið vatn fram við Múlakvísl. Búist er við að það verði minniháttarhlaup sem þó er eftirtektarvert og munu sérfræðingar fylgjast með mælum á svæðinu.

Kristín segir enga hættu á ferð eins og staðan er núna og engan gosóróa að sjá.

Á fundi náttúruvásérfræðinga Veðurstofu Íslands vegna yfirvofandi Skaftárhlaups kom fram að  jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli sem nú stendur yfir hafi enga tengingu við atburði undir Skaftárjökli. Búast má hins vegar við litlu hlaupi í Múlakvísl sem er árviss viðburður á þessum tíma árs sökum hlýnunar. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.