Viðskipti innlent

Drífa hættir í stjórn Íbúðalánasjóðs

Atli Ísleifsson skrifar
Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands.
Drífa Snædal er framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, tilkynnti í dag félags- og jafnréttismálaráðherra um úrsögn sína úr stjórn Íbúðalánasjóðs.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði, sem send var til Kauphallarinnar, kemur fram að úrsögnin taki gildi frá og með deginum í dag, 3. ágúst 2018.

Þá segir ennfremur að hún þakki það traust sem henni hafi verið sýnt í þau ríflega fjögur ár sem hún hefur setið í stjórninni.

Drífa tók sæti í stjórninni árið 2014.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×