Körfubolti

Stelpurnar unnu 52 stiga sigur á Georgíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri KKÍ
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri er komið á blað á Evrópumótinu í Austurríki eftir afar þægilegan sigur á Georgíu í kvöld.

Snemma var ljóst í hvað stefndi því íslenska liðið leiddi 33-7 eftir fyrsta leikhluta.

Yfirburðirnir algjörir og héldu stelpurnar áfram að auka forskotið þar til yfir lauk og unnu að lokum 52 stiga sigur, 93-41.

Ólöf Óladóttir var stigahæst í íslenska liðinu með nítján stig. Anna Svansdóttir kom næst með fimmtán stig.

Ísland mætir Rúmeníu á morgun. Rúmenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en þær unnu 76 stiga sigur á Georgíu í gær, 115-39 og burstuðu Kýpur í dag, 72-46.

Strákarnir töpuðu fyrir NoregiStrákarnir í U18 eru sömuleiðis að keppa á EM en þar er riðlakeppninni lokið og mættu strákarnir Noregi í krossspili B-deildarinnar í dag.

Eftir að hafa verið fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta fór að halla undan fæti hjá strákunum sem töpuðu að lokum með átta stiga mun, 88-80.

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 22 stig en Sigvaldi Eggertsson skilaði einnig flottu framlagi; 15 stigum og 13 fráköstum.

Ísland leikur því um 15.sæti B-deildar og fer sá leikur fram í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×