Enski boltinn

Pochettino: Ekki mér að kenna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham. vísir/afp
Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki sótt svo mikið sem einn nýjan leikmann í aðallið sitt í sumar en lokað verður fyrir félagaskipti þegar deildin hefst næstkomandi föstudag.

Stuðningsmenn félagsins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa en Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur talað um að hann vilji styrkja liðið með nýjum leikmönnum. Hann getur ekki útskýrt hvers vegna það hefur ekki verið gert.

„Ég er ekki rétti maðurinn til að útskýra þetta. Auðvitað ætlast fólk til þess að knattspyrnustjóri geti útskýrt þetta en það er ekki svo,“ segir Pochettino.

„Eins og sakir standa eru nokkrar ástæður fyrir því að það hefur verið erfitt fyrir okkur að finna leikmenn sem geta hjálpað okkur,“ segir Pochettino.

Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á laugardag þegar liðið heimsækir Newcastle United á St.James´ Park.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×