Golf

Tiger heltist úr lestinni á þriðja hring | Thomas í kjörstöðu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Justin Thomas.
Justin Thomas. vísir/getty
Justin Thomas hefur þriggja högga forystu eftir þriðja keppnisdag á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer í Akron, Ohio í Bandaríkjunum um helgina.

Englendingarnir Ian Poulter og Tommy Fleetwood voru ásamt Bandaríkjamanninum Justin Thomas jafnir í fyrsta sæti á samtals ellefu höggum undir pari eftir tvo hringi en Thomas spilaði best þeirra í gær og er nú einn í fyrsta sæti á samtals fjórtán höggum undir pari.

Rory Mcllroy hefur blandað sér í baráttuna en hann er jafn Ian Poulter í öðru sæti á samtals ellefu höggum undir pari.

Tiger Woods spilaði hins vegar ekki nógu vel á þriðja hring eftir að hafa verið á meðal efstu manna eftir tvo hringi. Hann lék þriðja hring á samtals 73 höggum og féll niður um átján sæti. Hann er á samtals þremur höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í dag.

Útsending frá lokahringnum hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×