Innlent

Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fimm gistu fangageymslu lögreglunnar í nótt.
Fimm gistu fangageymslu lögreglunnar í nótt. Vísir/Óskar
Fimm gistu fangageymslur Lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt vegna ölvunar, óspekta og „almennra leiðinda“ að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þá var einnig nokkuð um eignaspjöll.

Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. Nóttin gekk vel þrátt fyrir að hafa verið nokkuð erilsöm því engin stærri mál komu upp. Aðspurður segir varðstjóri að lögreglu hafi ekki borist neinar tilkynningar um líkamsárásir í dalnum.

„Þetta gengur vel og ég held þetta fari bara mjög vel fram. Þetta er örugglega ekki meira en í fyrra. Fólk er greinilega komið til að skemmta sér,“ segir varðstjóri.

Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag en útlit er fyrir að það taki að hvessa með kvöldinu og er spáð 13-18 m/s syðst á landinu. Hátíðargestum í Vestmannaeyjum er ráðlagt að huga að lausamunum og festa tjöld sín kyrfilega niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×