Erlent

Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro

Bergþór Másson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fyrir árásina.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fyrir árásina. Vísir/Getty
Áður óþekktur hópur sem kallar sig „National Movement of Soldiers in T-Shirts“ hefur lýst yfir ábyrgð á drónaárásinni á forseta Venesúela, Nicolas Maduro. 

Maduro slapp ómeiddur þegar sprengjur, sem fluttar voru með dróna, sprungu þar sem hann var að flytja ræðu utandyra í höfuðborginni Caracas. Yfirvöld Venesúela hafa lýst því yfir að um misheppnaða morðtilraun sé að ræða.

Sjá einnig: Maduro slapp undan drónaárás

Hópurinn var stofnaður árið 2014 með það að markmiði að sameina alla andstöðuhópa Venesúela og er skipaður af bæði hermönnum og óbreyttum borgurum.

Á samfélagsmiðlum segir hópurinn frá því að planið hafi verið að fljúga tvemur drónum með sprengiefnum í átt að forsetanum, en einn þeirra hafi verið skotinn niður með riffli.

Maduro sjálfur hefur ásakað forseta Kolumbíu Juan Manuel Santos um að bera ábyrgð á morðtilrauninni, án þess að útskýra það neitt frekar eða færa fram sönnunargögn fyrir því.


Tengdar fréttir

Maduro slapp undan drónaárás

Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×