Tónlist

Fjarlægði transkonu af plötuumslagi

Bergþór Másson skrifar
Amanda Lepore, plötuumslagið umtalaða, Travis Scott. Samsett mynd.
Amanda Lepore, plötuumslagið umtalaða, Travis Scott. Samsett mynd. Vísir/Getty/Instagram

Rapparinn Travis Scott gaf út plötuna Astroworld á föstudaginn. Plötunni fylgja tvö umslög sem sýna skemmtigarð bæði í fjölskyldulegri dagsbirtu og í drungalegu myrkri. Transkonan Amanda Lepore var ljósmynduð fyrir myrku útgáfu plötuumslagsins, en var síðan fjarlægð áður en platan kom út. Fjarlæging hennar leiddi til transfóbíu ásakanna á hendur Travis. 

Aðdáendur hins 26 ára bandaríska rappara Travis Scott hafa beðið óþreyjufullir eftir Astroworld síðan að hann tilkynnti plötuna fyrir um það bil tvemur árum. 

Nafnið Astroworld kemur frá skemmtigarði nágrenni við heimabæ Travis í Texas, Bandaríkjunum sem hafði mikil áhrif á hann í æsku.

Travis Scott er einn vinsælasti rappari heims og er Astroworld þriðja platan hans. Stórstjörnur á borð við Frank Ocean, Drake, James Blake og 21 Savage koma meðal annars fram á plötunni.

Travis eignaðist nýlega barn með raunveruleikastjörnunni og tilvonandi milljarðarmæringinum Kylie Jenner.

Amanda Lepore, transkonan sem var fjarlægð af plötuumslaginu, er fyrirsæta, söngkona og er henni lýst sem mikilli „djammdrottningu.“

Ljósmyndarinn Dave LaChapelle tók myndirnar fyrir plötuumslagið. Á Instagram síðu hans sést transkonan Amanda Lepore vinstra megin á myndinni.

Á útgáfunni sem Travis deildi sjálfur á Instagram er Amanda hvergi sjáanleg.

 
Astroworld 8/3 @david_lachapelle
A post shared by flame (@travisscott) on

Eftir að mikil umræða skapaðist vegna fjarveru Amöndu á lokaútgáfu plötuumslagsins, gaf Travis út yfirlýsingu þar sem hann segir alla velkomna í Astroworld og þverneitar fyrir það að mismuna Amöndu vegna þess að hún sé transkona.

 
EVERYONE IS WELCOME TO ASTROWORLD !
A post shared by flame (@travisscott) on

Hér má hlusta á Astroworld á Spotify.


Tengdar fréttir

Kylie Jenner orðin mamma

Ruanveruleikastjarna er loksins búin að staðfesta orðróminn og sagði sjálf frá gleðifregnunum á Instagram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.