Erlent

Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Vísir/Getty
Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á hendur Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol.

Maduro hafði verið að flytja ræðu í höfuðborg Venesúela, Caracas, þegar sprengjum, sem fluttar voru með drónum, var flogið í átt að forsetanum. Sprengjurnar sprungu stutt frá forsetanum og öðrum ráðamönnum.

Hópur sem kallar sig „National Movement of Soldiers in T-Shirts“ hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu.

„Við erum með sex hryðjuverkamenn og launmorðingja í haldi,“ er haft eftir Reverol. „Á næstu klukkustundum gætu þær orðið fleiri.“

Samkvæmt Reverol hafa tveir hinna handteknu áður lent í átökum við stjórnvöld, en hann vildi ekki gefa upp nöfn þeirra að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Maduro slapp undan drónaárás

Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×