Erlent

Umfangsmikill brottflutningur eftir mannskæðan jarðskjálfta

Bergþór Másson skrifar
Rústir í Lombok.
Rústir í Lombok. Vísir/AP
Að minnsta kosti 91 manns eru látnir eftir jarðskjálfta á sumarfríseyjunni Lombok í Indonesíu i gær. Brýr féllu og hús voru jöfnuð við jörðu. Um það bil 10.000 manns hafa verið brottfluttir af eyjunni.

Sjá einnig: Tugir látnir eftir skjálfta á Indonesíu

Lombok er vinsæll staður meðal ferðamanna og er eyjan í nágrenni við hina frægu túristaeyju Bali. Jarðskjálftinn náði til Bali en var þó ekki mannskæður.

Fyrirsætan Crissy Teigen er í fríi á Bali og segir á Twitter síðu sinni að hún hafi fundið fyrir um það bil 8 eftirskjálftum eftir stærsta skjálftann. Einnig ítrekar hún það að hún sé örugg og hugsi hlýlega til fólksins í Lombok.

Í síðustu viku var jarðskjálfti á eyjunni sem leyddi til þess að 16 manns létu lífið. Jarðskjálftinn í gær var þó töluvert kraftmeiri.

Talið er að um meira mannfall sé að ræða vegna skjálftans og munu fréttir berast af því eftir því sem líður á daginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×