Viðskipti innlent

Lækka verðmat sitt á TM

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
Greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent hafa lækkað verðmat sitt á TM um ríflega sjö prósent og meta nú gengi hlutabréfa tryggingafélagsins á 32,2 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 31,65 krónum á hlut við lokun markaða í gær.

Í fyrra verðmati Capacent, frá því í apríl, voru bréf tryggingafélagsins metin á 34,7 krónur á hlut. Lakari grunnrekstur TM síðustu ár er helsta ástæða þess að verðmat greinenda Capacent hefur farið lækkandi undanfarið.

Þeir benda á að sögulega séð hafi grunnrekstur TM verið sterkari en annarra tryggingafélaga en svo virðist sem félagið sé að missa forystuna. Þannig hafi samsett hlutfall félagsins, það er hlutfall rekstrar- og tjónakostnaðar af eigin iðgjöldum, verið að meðaltali 96,2 prósent frá árinu 2010 en síðustu tólf mánuði hafi það hins vegar verið 100,3 prósent. Samsett hlutfall skráðu tryggingafélaganna þriggja sé alltaf að nálgast hvert annað.


Tengdar fréttir

Kaupa íslenskan fjártæknirisa á mörg hundruð milljónir

Hollenskt fyrirtæki í eigu tveggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans hefur keypt fjártæknifyrirtækið Libra sem er leiðandi á sínu sviði á Íslandi. Stofnuðu Five Degrees eftir fjármálahrunið og keyptu tölvukerfi Landsbankans í Lúxemborg af þrotabúinu. Kauphöllin seldi Libra árið 2009 til starfsfólks og fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×