Erlent

11 banhungruðum börnum bjargað úr byrgi í Bandaríkjunum

Andri Eysteinsson skrifar
Byrgið var illa samsett, lítinn sem engan mat var þar að finna.
Byrgið var illa samsett, lítinn sem engan mat var þar að finna. Vísir/EPA
Lögreglan í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum bjargaði í dag 11 sveltandi börnum úr illa samsettu byrgi í óbyggðum Taos sýslu.

ABC greinir frá því að börnunum sem voru milli eins árs og fimmtán ára gömul hafi nú verið komið fyrir hjá yfirvöldum. „Þau voru horuð, það sást í rifbein þeirra, þau voru mjög skítug og mjög hrædd“ sagði lögreglustjórinn í Taos sýslu, Jerry Hogrefe í samtali við ABC.

Hogrefe sagðist einnig aldrei á 30 ára lögregluferli sínum séð nokkuð þessu líkt.

5 voru færðir í gæsluvarðhald og yfirheyrðir, tveir karlmenn og þrjár konur sem talið er að séu mæður barnanna. Við yfirheyrslur þótti ljóst að karlmennirnir, Lucas Morten og Siraj Wahhaj stýrðu byrginu og voru konurnar og börnin mjög hrædd við mennina tvo sem voru þegar lögreglu bar að garði þungvopnaðir.

Lögreglan hafði vaktað byrgið lengi en talið var að þriggja ára gamall sonur Wahhaj sem talið er að hann hafi rænt væri í byrginu.

Eftir að skilaboð barst frá íbúa í byrginu réðst lögregla til atlögu og bjargaði börnunum sem voru klædd í larfa og segir lögreglan að engin leið sé til að komast að því hvenær þau fengu síðast að borða.

Enginn slasaðist í aðgerðum lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×