Enski boltinn

Úr dönsku B-deildinni til Brighton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anders Dreyer fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki í Danmörku á dögunum
Anders Dreyer fagnar sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki í Danmörku á dögunum vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Brighton & Hove Albion gekk frá kaupum á danska kantmanninum Anders Dreyer en hann kemur til liðsins frá nýliðum dönsku úrvalsdeildarinnar, Esbjerg, með aðeins 4 úrvalsdeildarleiki að baki.

Dreyer er fæddur árið 1998 og var markahæsti leikmaður dönsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 18 mörk þegar hann hjálpaði Esbjerg að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.

Hann skoraði tvö mörk í 3-3 jafntefli gegn Randers í 4.umferð dönsku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn laugardag og skrifaði undir samning við Brighton, sem hafnaði í 15.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, í dag.

Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Dreyer muni spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Dreyer hefur leikið 13 landsleiki fyrir yngri landslið Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×