Lífið

Tók útskriftarmyndirnar með krókódíl

Andri Eysteinsson skrifar
Makenzie tók myndir í tjörninni í fullum útskriftarskrúða.
Makenzie tók myndir í tjörninni í fullum útskriftarskrúða. Instagram/kenziealexis
Algengt er að útskriftarnemar úr skólun láti taka myndir af sér á stóra daginn, margir reyna að krydda myndatökuna á ýmsa vegu.

Fáir geta þó slegið Makenzie Noland, útskriftarnema í Texas A&M háskólanum í Bandaríkjunum við, hún lét taka myndir af sér í tjörn með 4 metra langan krókódíl við hlið sér.

Noland mun útskrifast næstkomandi föstudag með gráðu í náttúrufræði. Hún hafði í sumar starfað sem lærlingur í athvarfi fyrir krókódíla, slöngur og önnur skriðdýr. 

Sérstakt samband milli Noland og Stóra Tex

Makenzie segir í samtali við BBC að hún hafi náð góðum tengslum við Stóra Tex sem dvalið hefur í athvarfinu síðan 2016.

„Ég fer ofan í vatnið til hans á hverjum degi, hann er einn af bestu vinum mínum hérna.“ 

Makenzie bætti svo við að hún hefði haft meiri áhyggjur af því að Tex myndi óvart borða útskriftarhringinn sem hún setti á trýni hans.

Makenzie segist ekki hafa búist við viðbrögðunum og hafi eingöngu ætlað að setja nokkrar myndir inn á Instagram síðu sína. 

Aðspurð segist hún ætla að starfa áfram með dýr eftir útskrift sína úr Texas A&M skólanum.

Not your typical graduation picture

A post shared by Makenzie Noland (@kenziealexis) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×