Erlent

Asni í Mexíkó ferst í flugslysi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Asni í góðu yfirlæti.
Asni í góðu yfirlæti. Vísir/Getty
Mannbjörg varð er leiguflugvél á leið frá Santiago de Queretaro í Mexíkó til Laredo í Texas þurfti að nauðlenda. Að því er kemur fram á vefnum flightglobal.com gerði vélarbilun vart við sig skömmu eftir flugtak.

„Að því er virðist valdi flugmaðurinn að snúa til San Luis Potosi. Hins vegar kom þá upp frekari vandi að sögn og flugvélin gat ekki náð inn á flugbrautina. Í framhaldinu nauðlenti flugmaðurinn á malarvegi nærri Rinconada, um þrjá kílómetra frá flugvellinum. Í lendingunni rakst vélin á litla byggingu og drap asna áður en hún stöðvaðist á maísakri,“ er atburðarásinni lýst. Um borð voru tveir menn sem fengu minniháttar skrámur.

Ekki er ljóst hversu algengt það er að asnar farist í flugslysum. Engar heimildir fundust um það í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×