Innlent

Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði

Gissur Sigurðsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa
Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi.
Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag, með þeim afleiðingum að nánast allt atvinnulíf í bænum lamaðist langt fram á kvöld. Halldór Guðmundur Halldórssson, sem var á bilanavaktinni hjá RARIK, segir að rafmagnið hafi aftur farið að koma inn um tíuleyið og að það hafi nær alfarið verið komið á um miðnætti.

Halldór segir að rafmagn hafi verið keyrt á bæinn með tveimur rafmagnslínum, annarri frá Þorlákshöfn og hinni frá Selfossi, og þremur dísel-rafstöðum. Ein rafstöð var sótt á Vík og tvær á Sauðárkrók að sögn Halldórs.

Sjá einnig: Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn

Hann segir að spenninum, sem brann yfir í gærkvöldi, verði skipt út í dag. Annar spennir kemur í bæinn í dag og verður dagurinn og kvöldið nýtt til að tengja hann.

Rafmagnsleysið hafði ýmis áhrif á atvinnulífið í Hveragerði í gær, til að mynda hjá Kjörís þar sem eitthvað af afurðum skemmdist. Halldór segir að atvinnurekendur í bænum ættu að geta tekið gleði sína á ný enda ættu rafmagnslínurnar og rafstöðvarnar sem komið var fyrir í gærkvöld að ráða við rafmagnsþörf bæjarins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.