WNBA lið reyndi í 25 tíma að komast á staðinn en þurfti að gefa leikinn

Leikur Las Vegas Aces og Washington Mystics í WNBA-deildinni í körfubolta átti að fara fram um síðustu helgi en ekkert varð þó af leiknum.
Leikmenn Las Vegas Aces komust nefnilega ekki á staðinn. Í fyrstu var ákveðið að fresta leiknum en yfirmenn WNBA-deildarinnar hafa nú ákveðið að leikurinn teljist tapaður hjá liði Las Vegas Aces.
Ástæðan er að Las Vegas Aces mætti ekki á staðinn. Það var þó ekki af því að þau reyndu ekki að komast til Washington borgar.
Leikmenn og þjálfarar Las Vegas Aces eyddu 25 klukkutímum á flugvöllum og í flugvélum í tilraunum sínum við að komast frá Las Vegas til Washington.
Men have chartered flights, women fly commercial. Men have time zone rules and a day of rest, women don’t. The NBA owns both leagues. Where’s the equity??!! #NBA #WNBA #GenderGap #genderequity https://t.co/taVkhGjS7p
— Tawnya Shaw (@LadyTshaw3) August 8, 2018
Liðin í NBA deildinni ferðast í einkaflugvélum en sömu sögu er ekki að segja af kvennaliðunum.
Leikmennirnir í WNBA fá ekki slíkan lúxus heldur þurfa þeir að ferðast með venjulegu áætlunnarflugi í leikina sína.
Tapið er slæmt fyrir Las Vegas Aces í baráttu liðsins fyrir að komast í úrslitakeppnina en fyrir þessi úrslit var liðið aðeins einum og hálfum sigri frá síðasta sætinu sem hefur farseðil í úrslitakeppnina.
Full statement on tonight's canceled game in Washington. pic.twitter.com/SBCypeCav8
— Las Vegas Aces (@LVAces) August 4, 2018
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.