Erlent

Forsetafrú Sýrlands í krabbameinsmeðferð

Kjartan Kjartansson skrifar
Assad-hjónin árið 2012.
Assad-hjónin árið 2012. Vísir/EPA
Asma al-Assad, forsetafrú Sýrlands, er nú í meðferð vegna brjóstakrabbameins. Hún er ein tólf einstaklinga sem Evrópusambandið hefur beitt refsiaðgerðum frá árinu 2012 vegna borgarastríðsins í Sýrlandi.

Forsetaembættið tísti mynd af Ösmu ásamt eiginmanni sínum Bashar al-Assad forseta. Þar kom fram að hún væri nú í meðferð vegna illkynja æxlis á frumstigi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Asma er fædd og uppalin í London en er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hún giftist Assad skömmu eftir að hann tók við af föður sínum Hafez al-Assad sem forseti árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×