Erlent

Forsetafrú Sýrlands í krabbameinsmeðferð

Kjartan Kjartansson skrifar
Assad-hjónin árið 2012.
Assad-hjónin árið 2012. Vísir/EPA

Asma al-Assad, forsetafrú Sýrlands, er nú í meðferð vegna brjóstakrabbameins. Hún er ein tólf einstaklinga sem Evrópusambandið hefur beitt refsiaðgerðum frá árinu 2012 vegna borgarastríðsins í Sýrlandi.

Forsetaembættið tísti mynd af Ösmu ásamt eiginmanni sínum Bashar al-Assad forseta. Þar kom fram að hún væri nú í meðferð vegna illkynja æxlis á frumstigi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Asma er fædd og uppalin í London en er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hún giftist Assad skömmu eftir að hann tók við af föður sínum Hafez al-Assad sem forseti árið 2000.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.