Erlent

347 látnir í Indonesíu

Bergþór Másson skrifar
Rústir byggingar í Lombok, Indonesíu.
Rústir byggingar í Lombok, Indonesíu. Vísir/Getty
374 manns létu lífið í jarðskjálfta sem átti sér stað síðastliðinn sunnudag í Lombok, eyju á Indónesíu. 1.447 manns meiddust í skjálftanum og hafa 165.000 þurft að flýja heimili sín. CNN greinir frá þessu.

Meirihluti fórnarlambanna fórust á norðurparti Lombok. Þar búa 200.000 manns og telur ríkisstjórn Indónesíu að um 20.000 íbúa þarfnist aðstoðar og að 80% bygginga svæðisins séu eyðilagðar. 



Sjá einnig: Tugir látnir eftir skjálfta á Indonesíu.

Á mánudaginn var talið að minnsta kosti 91 manns hefðu látist í hamförunum en sú tala hefur nú aukist til muna.

Skjálftinn fannst vel á ferðamannaeyjunni Bali skammt frá Lombok og voru Íslendingar á eyjunni þegar skjálftinn átti sér stað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×