Enski boltinn

West Ham kaupir Lucas Perez og Leicester fær Króata

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Misheppnuð dvöl hjá Arsenal á enda
Misheppnuð dvöl hjá Arsenal á enda vísir/getty
Í dag, fimmtudaginn 9.ágúst, verður lokað fyrir félagaskipti inn í enska boltann og eru nokkur ensk úrvalsdeildarlið enn að styrkja leikmannahópa sína.

West Ham hefur fest kaup á spænska sóknarmanninum Lucas Perez sem kemur til félagsins eftir fremur misheppnaða dvöl hjá Arsenal. 

Þessi 29 ára gamli framherji gerir þriggja ára samning við West Ham en hann kom til Arsenal frá Deportivo La Coruna sumarið 2016 en náði ekki að festa sig í sessi á Emirates og var lánaður aftur til Deportivo á síðustu leiktíð.

Króatískur miðvörður til LeicesterLeicester hefur gengið frá kaupum á króatíska miðverðinum Filip Benkovic en hann kemur til Leicester frá Dinamo Zagreb.

Benkovic þessi er 21 árs gamall og 194 sentimetrar á hæð og borgaði Leicester um 14 milljónir punda fyrir kauða.

Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Króata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×