Innlent

Umferð beint um Þrengsli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ökumenn á Suðurlandsvegi ættu að flýta sér hægt í dag.
Ökumenn á Suðurlandsvegi ættu að flýta sér hægt í dag. Vísir
Malbikun á Suðurlandsvegi og Hellisheiði mun setja svip á umferðina í dag. Til stendur að malbika báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1,6 kílómetra kafla á milli vegamóta við Bolöldur og Bláfjallaveg.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að akreinunum verði lokað á meðan og umferð færð yfir á öfugan vegarhelming. Vinnan hófst klukkan 9 og stendur til miðnættis.

Eins á að fræsa báðar akreinar á um tveggja kílómetra kafla á Hellisheiði til vesturs. Loka þarf akreinunum á meðan og því verður umferð beint úr hringtorginu við Hveragerði til suðurs og síðan um Þrengslin. Áætlað er að þessi vinna standi yfir til klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×