Enski boltinn

Birkir Bjarnason aftur til Ítalíu?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason gæti verið á förum frá Aston Villa ef marka má frétt á vefsíðu Birmingham Mail.

Ítalska b-deildarliðið Empoli er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá Birki til sín og samkvæmt frétt Birmingham Mail þá vill Birkir sjálfur snúa aftur til Ítalíu.

Birkir lék á Ítalíu á árunum 2012 til 2015 með liðunum Pescara og Sampdoria.

Aston Villa keypti Birki frá svissneska félaginu Basel fyrir átján mánuðum og borgaði þá 2,5 milljónir punda fyrir hann. Birkir á eftir tvö ár af samningi sínum.

Birkir hefur gengið illa að vinna sér fast sæti í byrjunarliði  Steve Bruce sem hefur frekar notaða þá Mile Jedinak og Glenn Whelan. Birkir byrjaði aðeins 11 leiki í ensku b-deildinni á síðasta tímabili.

Birkir er hinsvegar vinsæll hjá stuðningsmönnum Aston Villa og hann hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í mörg ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×