Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans þegar þær mótmæltu útskrift mannsins. Fjölskyldan vildi að maðurinn fengi langtímaúrræði enda er hann langt leiddur af fíkni- og geðsjúkdómum. Rætt verður við föður mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir meðal annars að geðheilbrigðiskerfið sé gjörónýtt og minni helst á hótelrekstur þar sem mest sé hugsað um gisitnætur og útskriftir.

Einnig ræðum við við flugfarþega sem voru í flugvél Air Iceland Connect sem snúa þurfti við vegna bilunar í hreyfli vélarinnar. Sumir farþegar urðu ansi skelkaðir en hrósa áhöfninni fyrir skjót og fumlaus viðbrögð.

Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Einnig lítum við á kóræfingu hjá Hinsegin kórnum sem tekur þátt í opnunarhátíð Hinsegin daga. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöð 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×