Innlent

Spáin fyrir verslunarmannahelgi breyst lítillega en endar eins

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Spáin fyrir verslunarmannahelgina er aðeins öðruvísi en í gær, en hún endar hins vegar með svipuðum hætti. Útlit er fyrir rigningu framan af, það er að segja á föstudag og laugardag, en svo styttir upp og verður bjart með köflum og hægviðri á sunnudag og mánudag.

„Í staðinn fyrir hæðarhrygg þá er lægð suður af landinu en það fylgir ekki úrkoma og það virðist vera áfram bjart með köflum á sunnudag og mánudag um mest allt land,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hann segir enn spáð dálítilli rigningu um mest allt land á föstudeginum og fram á laugardag en svo styttir upp og verður ágætis veður á sunnudag og mánudag, gangi spáin eftir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 3-8 og skúrir, en þurrt og bjart suðaustantil. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast austanlands.

Á föstudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir en dálítil rigning við suðvesturströndina um kvöldið. Hiti 10 til 15 stig.

Á laugardag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítli væta um landið norðan- og austanvert en léttskýjað annarsstaðar. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag (frídagur verslunarmanna):
Útlit fyrir hæga austlæga eða breytilega átt og bjartviðri, en yfirleitt skýjað með austurströndinni. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.