Innlent

Minna á bann við auglýsingum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Reykjavík.
Í Reykjavík. Fréttblaðið/Eyþór
Umhverfisstofnun hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem þau eru beðin um að vera vakandi fyrir óheimilum auglýsingum.

Í bréfi Umhverfisstofnunar er bent á að samkvæmt náttúruverndarlögum sé óheimilt að setja upp auglýsingar meðfram vegum eða annars staðar utan þéttbýlis.

„Þó er heimilt, að uppfylltum ákvæðum annarra laga, að setja upp látlausar auglýsingar um atvinnurekstur eða þjónustu eða vörur á þeim stað þar sem starfsemin eða framleiðslan fer fram,“ segir í bréfinu.

„Stofnunin vonar að saman munum við vinna að því að koma í veg fyrir óheimilar auglýsingar í náttúru Íslands.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×