Erlent

Blæs lífi í Brexit

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra.
Dominic Raab er nýr Brexitmálaráðherra. Vísir/Getty
Dominic Raab, nýr útgöngumálaráðherra Breta sem leiðir samninganefnd Bretlands í viðræðunum um útgöngu úr ESB, sagðist í Brussel í gær vilja kynda upp í viðræðunum. Þá sagðist hann einnig ætla að reyna að tryggja Bretum sem besta samningsstöðu.

„Ég hlakka til þess að fara yfir öll smáatriðin með meiri orku og ákefð,“ sagði í stuttri tilkynningu frá Raab áður en hann gekk inn á fund með formanni samninganefndar ESB, Michel Barnier.

Enn á eftir að loka erfiðum köflum í viðræðunum, til að mynda um landamæragæslu á milli Írlands og Norður-Írlands og um hvort Bretar fái enn aðild að innri markaðnum og tollabandalaginu. Þeim köflum þarf að loka fyrir útgöngudaginn, 29. mars næstkomandi.




Tengdar fréttir

Brexit-samtökin brutu kosningalög

Kosningaeftirlit Bretlandseyja hefur sektað og tilkynnt samtökin sem leiddu baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu til lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×