Erlent

Ísraleski herinn bjargaði 800 manns frá Sýrlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Hvítu hjálmarnir eru sjálfboðaliðar sem hafa það að markmiði að bjarga fólki á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi.
Hvítu hjálmarnir eru sjálfboðaliðar sem hafa það að markmiði að bjarga fólki á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi. Vísir/EPA

Ísraelski herinn flutti 800 Sýrlendinga frá Sýrlandi í gærkvöldi til Jórdaníu. Talsmenn ísraelska hersins segjast hafa gert það að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Var fólkið flutt frá Sýrlandi til Jórdaníu í gegnum Ísrael.

Um var að ræða meðlimi samtaka Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra. Hvítu hjálmarnir eru sjálfboðaliðar sem hafa það að markmiði að bjarga fólki á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi. Stuðningsmenn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, segja Hvítu hjálmanna aðstoða uppreisnarmenn í Sýrlandi.

Fólkið sem ísraelski herinn flutti burt hafði starfað á svæði sem er undir stjórn andstæðinga Sýrlandsstjórnar suðvestur af Sýrlandi en stjórnarherinn hafði króað þau af á svæðinu.

Ísraelski herinn sendi út tilkynningu á Twitter þar sem greint var frá því að ísraelski herinn hefði bjargað meðlimum sýrlenskra samtaka og fjölskyldum þeirra og að fólkið hefði verið í bráðri hættu.

BBC tekur fram að þó að Ísrael hafi ekki skipt sér beint af átökunum í Sýrlandi, þá hafi þjóðirnar tvær verið í stríði í áratugi.

Þrátt fyrir þessi afskipti í gær segist ísraelski herinn ætla að halda uppteknum hætti og skipta sér ekki af átökunum í Sýrlandi.

Yfirvöld í Jórdaníu hafa staðfest að þau gáfu Sameinuðu þjóðunum heimild til að skipuleggja brottflutning á 800 sýrlenskum borgurum til landsins sem munu síðar fá hæli á vesturlöndum. Sögðu yfirvöld í Jórdaníu að Bretar, Þjóðverjar og Kanadamenn hefðu bundið sig lagalega til að taka við fólkinu á tilteknum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.