Viðskipti innlent

Verðið hækkaði hvað mest á Íslandi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Verðhækkunin á húsnæði í fyrra sú mesta frá árinu 2005
Verðhækkunin á húsnæði í fyrra sú mesta frá árinu 2005 Vísir/egill
Húsnæðisverð hækkaði hvergi meira í heiminum að raunvirði en á Íslandi í fyrra, að því er fram kemur í nýlegri úttekt greiningarfyrirtækisins Global Property Guide. Alls hækkaði raunverð húsnæðis hér á landi um 12,88 prósent á árinu en sérfræðingar fyrirtækisins rekja hækkunina til mikils vaxtar í ferðaþjónustu og takmarkaðs framboðs á húsnæði, sér í lagi í höfuðborginni.

Bent er á að verðhækkunin í fyrra hafi verið sú mesta frá árinu 2005. Næstmesta hækkunin var í Hong Kong þar sem húsnæðisverð hækkaði um 12,81 prósent að raunvirði á síðasta ári en þar á eftir kom Írland þar sem hækkunin nam 11,92 prósentum. Til samanburðar hækkaði raunverð húsnæðis um 6,11 prósent í Svíþjóð en í Noregi lækkaði verðið hins vegar um 0,60 prósent. Húsnæðisverð hækkaði einnig mest allra ríkja hér á landi að nafnvirði eða alls um 15 prósent á síðasta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×