Enski boltinn

Casillas tekur upp hanskann fyrir Karius

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Loris Karius
Loris Karius vísir/getty
Þýski markvörðurinn Loris Karius hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarnar vikur og mánuði eða allt síðan hann gerði sig sekan um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati og var aðalástæðan fyrir 3-1 tapi Liverpool í þessum stærsta leik tímabilsins.

Karius hefur varið mark Liverpool á undirbúningstímabilinu og er óhætt að segja að hann hafi ekki svarað gagnrýnisröddum með góðum hætti því hann hefur verið mistækur og lenti til að mynda í vandræðum gegn Tranmere á dögunum.

Kappinn gerði svo enn ein mistökin í gærkvöldi þegar Liverpool tapaði 1-3 fyrir Borussia Dortmund eins og sjá má hér fyrir neðan. 

Goðsögn kemur Karius til varnar
Instagram/skjáskot
Í kjölfar mistakanna gegn Dortmund fóru samfélagsmiðlar á flug og hefur þessi 25 ára gamli Þjóðverji líklega átt betri daga.

Umræðan náði greinilega til hans því hann sendi frá sér orðsendingu á Instagram síðu sinni þar sem hann sagðist finna til með fólkinu sem væri að gagnrýna sig.

Goðsögnin Iker Casillas, fyrrum markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins og nú markvörður Porto, sendi frá sér tíst í kjölfarið þar sem hann kom Karius til varnar og sagði gagnrýnina ósanngjarna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×