Fótbolti

Kovacic verður ekki haggað | Vill komast frá Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mateo Kovacic, til hægri, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Real Madrid undanfarin ár
Mateo Kovacic, til hægri, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Real Madrid undanfarin ár vísir/getty
Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic vill ólmur losna frá Evrópumeisturum Real Madrid og það þrátt fyrir að krafta hans sé óskað af Julen Lopetegui, nýráðnum stjóra spænska stórveldisins.

Kovacic lét hafa eftir sér fyrr í sumar að hann vildi yfirgefa Real með það fyrir augum að fá meiri spilatíma en þessi 24 ára gamli miðjumaður hefur þurft að verma varamannabekkinn ansi oft síðan hann gekk í raðir Real Madrid frá Inter Milan 2015.

Heimildir Marca herma að Kovacic hafi farið á fund Lopetegui síðastliðinn föstudag þar sem hann á að hafa óskað eftir sölu. Lopetegui vill hins vegar halda Króatanum.

Kovacic hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu. Fari svo að honum takist að losna frá Madridarliðinu eru Man Utd, Man City, Liverpool, Bayern Munchen og Juventus öll sögð áhugasöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×