Fótbolti

FH gæti mætt liði sem valtaði yfir Gylfa og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
FH mætir Hapoel Haifa frá Ísrael í annari umferð. Þeir fara annað hvort til Ítalíu eða Bosníu fari þeir áfram
FH mætir Hapoel Haifa frá Ísrael í annari umferð. Þeir fara annað hvort til Ítalíu eða Bosníu fari þeir áfram vísir/bára
Ljóst er orðið hvaða liðum íslensku liðin geta mætt í þriðju umferð Evrópudeildarinnar komist þau í gegnum einvígi sín í annari umferð.

Stjarnan á framundan einvígi við danska stórveldið FC Kaupmannahöfn. Fari Garðbæingar í gegnum það mæta þeir annað hvort búlgarska liðinu CSKA-Sofia eða austurríska liðinu Admira Wacker Mödling.



FH fór nokkuð auðveldlega í gegnum Lahti frá Finnlandi í fyrstu umferðinni og mætir ísraelska liðinu Hapoel Haifa í annari umferð. Sigri FH íslraelska liðið verður andstæðingurinn Atalanta frá Ítalíu eða FK Sarajevo frá Bosníu.

Lið Atalanta var í riðli með Everton í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili og vann báða leikina örugglega og riðilinn án taps. Ítalirnir duttu svo út fyrir Borussia Dortmund í útsláttarkeppninni.

Valsmenn féllu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar og koma inn í Evrópudeildina í aðra umferðina. Þar mæta þeir Santa Coloma frá Andorra. Komist þeir í þriðju umferð mæta þeir annað hvort Shkendija frá Makedóníu eða Sheriff frá Moldóvu. Valsmenn mæta tapliði þess leiks, sem er hluti af forkeppni Meistaradeildarinnar

Fyrri leikir annarar umferðar fara fram nú á fimmtudag. Þriðja umferðin er leikin 9. og 16. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×