Áhorfendametið nú þegar fallið

Annað kvöld kemur rokksveitin Guns N´Roses fram á Laugardalsvelli og hafa tónleikahaldarar leyfi fyrir 26.900 miðum en nú þegar er búið að selja vel yfir 23 þúsund miða.
Hafliði Breiðfjörð, eigandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, er gríðarlega mikill aðdáandi sveitarinnar en eðli málsins samkvæmt þekkir hann einnig knattspyrnusöguna vel.
Hann vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni að áhorendametið á Laugardalsvelli sé í raun nú þegar fallið en árið 2004 mættu 20.204 á leik Íslands og Ítala í vináttulandsleik. Þá var markmiðið að slá metið og kostaði lítið sem ekkert inn á þann viðburð.
Ljóst er að fleiri verða á tónleikunum á morgun. Vísir mun verða í beinni útsendingu frá Laugardalsvelli fyrir tónleikana á morgun og ræða þar við eldheita aðdáendur sveitarinnar. Síðan verður bein textalýsing frá tónleikunum sjálfum og frameftir kvöldi.
Tengdar fréttir

Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses
Stórtónleikar Guns N' Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld.

Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli
Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.

Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi.

Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl
Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa.