Innlent

Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Konan var búsett í Reykjavík.
Konan var búsett í Reykjavík. Vísir
Kona sem lést í umferðarslysi á Þingvallavegi í Mosfellsdal síðastliðinn laugardag hét Guðný Þórðardóttir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var hún fædd árið 1937 og búsett í Reykjavík.

Um var að ræða árekstur tveggja bíla við Æsustaði á fjórða tímanum á laugardag. Varð slysið eftir framúrakstur en báðir bílar óku í vesturátt til Reykjavíkur. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild.


Tengdar fréttir

Banaslys á Þingvallavegi

Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×