Formúla 1

Stefnt að kappakstri í Miami árið 2020

Bragi Þórðarson skrifar
Verður Vettel við keppni í Miami 2020?
Verður Vettel við keppni í Miami 2020? vísir/getty
Áætlað var að halda Formúlu 1 kappakstur í stórborginni Miami í október á næsta ári. Ljóst er að brautin sem verður á götum borgarinnar verður ekki tilbúin fyrir þann tíma.

Þess í stað hafa skipuleggjendur keppninnar, í samstarfi við borgaryfirvöld í Miami, ákveðið að fresta keppninni um eitt ár eða til ársins 2020.

„Stefnan er að gera Formúlu 1 vinsælli í Bandaríkjunum,” sagði Sean Bratches, markaðsstjóri Formúlunnar í vikunni.

„Til þess þurfum við auka keppnirnar í norður Ameríku og sérstaklega í stórborgum eins og Miami‘‘ bætti Bratches við.

Í stað kappaksturs í Miami á næsta ári er stefnt að því að halda svokallaða Formúlu hátíð þar sem lið muni keyra bíla sína á götum borgarinnar og ökumenn geta hitt aðdáendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×