Enski boltinn

Pochettino ætlar að kaupa leikmenn í sumar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kveðst hafa fulla stjórn á aðstæðum á leikmannamarkaðnum
Kveðst hafa fulla stjórn á aðstæðum á leikmannamarkaðnum vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur róað stuðningsmenn félagsins með því að segja að félagið muni fá nýja leikmenn til liðs við sig áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 10.ágúst næstkomandi.

Tottenham, sem hafnaði í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekki gengið frá neinum kaupum í sumar á meðan önnur topplið í ensku úrvalsdeildinni hafa eytt háum fjárhæðum í nýja leikmenn.

„Við erum að vinna að því að styrkja hópinn. Markaðurinn er bara nýfarinn stað í kjölfarið af HM. Þið getið verið vissir um að það verða einhverjar hreyfingar hjá okkur en eins og alltaf tökum við engar fljótfærnisákvarðanir,“ segir Pochettino.

„Ég er ekki áhyggjufullur. Ég er ánægður með undirbúninginn og er viss um að liðið mæti í frábæru formi í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar,“ segir Pochettino ennfremur.



Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 11.ágúst næstkomandi þegar liðið heimsækir Newcastle í hádegisleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×