Körfubolti

Tryggvi sendur á lán í vetur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni
Tryggvi Snær fékk lítið að spreyta sig í sumardeildinni mynd/raptors
Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason mun ekki leika með Valencia á komandi tímabili. Félagið mun lána hann til liðs í efstu deild á Spáni þar sem hann fær meiri spiltíma.

Spænska fréttasíðan Superdeporte greindi frá þessu. Þar segir að líklegasti áfangastaður Tryggva verði Monbus Obradoiro eða MoraBanc Andorra. Valencia er stórlið í evrópska körfuboltanum og eru fimm sterkir leikmenn innan liðsins sem geta leyst stöðu miðherja og því yrðu mínútur Tryggva mjög takmarkaðar á komandi tímabili.

„Ég vil sjá hann fá fleiri mínútur og halda áfram að þróast. Eins og er hefur hann aðeins náð að sýna sig með landsliðinu, og hefur gert það mjög vel,“ sagði umboðsmaður Tryggva, Quique Villalobos, í samtali við spænska miðilinn.

Tryggvi var ekki valinn í nýliðavali NBA fyrr í sumar. Hann var hins vegar í leikmannahópi Toronto Raptors í sumardeildinni fyrr í mánuðinum en spilaði aðeins fjórar mínútur.


Tengdar fréttir

Tryggvi: Það eru endalausar leiðir inn í NBA

Tryggvi Snær Hlinason var meðal þeirra sem settu nafn sitt í nýliðaval NBA deildarinnar í síðustu viku en hann var ekki valinn inn í deildina. Tryggvi segir drauminn um að spila í NBA þó enn lifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×