Fótbolti

Zlatan: Ef LeBron lendir í vandræðum getur hann hringt í mig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
„Hringdu bara í mig“
„Hringdu bara í mig“ vísir/getty

Zlatan Ibrahimovic hefur óbilandi trú á sjálfum sér. Sjálfstraustið er ekki komið upp úr engu, hann er frábær fótboltamaður. Hann heldur því þó fram að ef Los Angeles Lakers gangi illa í NBA deildinni í vetur þá eigi LeBron James bara að hringja í sig.

Ibrahimovic á glæstan knattspyrnuferil að baki og hefur unnið flest allt sem hægt er að vinna. Hann yfirgaf Manchester United fyrr á þessu ári og gekk til liðs við LA Galaxy. Þar hefur hann skorað 12 mörk í 15 leikjum.

„Ég spilaði mikið af íþróttum. Í öllum greinum þar sem bolti kemur við sögu er ég frábær. Svo ef ég spilaði körfu þá gæti ég spilað með LeBron, ekki vandamálið. Ef þeim vantar hjálp þá hjálpa ég þeim,“ sagði Zlatan í sjónvarpsþættinum Pardon the Interruption á ESPN.

LeBron James gekk til liðs við LA Lakers í sumar eftir að hafa tapað úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með Cleveland Cavaliers í vor.

Zlatan sagði þá félaga vera nokkuð líka. „Ég er líka stór eins og hann og hreyfi mig eins og lítil ninja, sem hann gerir líka.“

Það yrði ekki í fyrsta skipti sem stórstjarna færi sig á milli íþróttagreina. Spretthlauparinn Usain Bolt hefur elt drauminn um að verða fótboltamaður eftir að hann hætti í frjálsum og fór meðal annars á æfingar hjá Borussia Dortmund.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.