Fótbolti

Mbappe spilaði úrslitaleikinn á HM meiddur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe. vísir/getty
Kylian Mbappe var valinn besti ungi leikmaður HM í Rússlandi og hann er á meðal þeirra tíu sem eru tilnefndir sem leikmenn ársins að mati FIFA. Franska ungstirnið hefur nú sagt frá því að hann hafi spilað meiddur í síðustu leikjum Frakka á HM.

Mbappe spilaði bæði undanúrslitin gegn Belgíu og úrslitaleikinn gegn Króatíu meiddur. Hann meiddist í baki fyrir undanúrslitaleikinn en ákvað að greina ekki frá því til þess að andstæðingurinn gæti ekki nýtt sér meiðslin.

„Það var nauðsynlegt að koma í veg fyrir að andstæðingarnir fréttu af þessu, annars hefðu þeir getað nýtt sér meiðslin. Það er ástæðan fyrir því að við sögðum ekki frá þessu,“ sagði Mbappe við France Football.

Mbappe skoraði eitt af mörkum Frakka í úrslitaleiknum og varð þar með yngsti leikmaðurinn til þess aðs skora í úrslitaleik HM síðan Pele skoraði árið 1958.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×