Innlent

Elliði kvíðir því ekki að flytja úr Eyjum í Ölfus

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Elliði Vignisson - í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson - í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar Friðriksson
Elliði Vignisson var í gær ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi. Áður hafði Elliði verið bæjar­stjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Hann náði þó ekki kjöri í sveitarstjórnarkosningum í maímánaði og missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta eftir að klofningsframboðið Fyrir Heimaey var stofnað og náði þremur mönnum inn. Hann segist ekki hafa getað sagt skilið við sveitarstjórnarmálin. „Ekki í þetta skiptið. Enda hefur mér liðið mjög vel í þessu starfi.“

Að mati Elliða eru fjölmörg spennandi verkefni fyrir stafni í Ölfusi. „Í mínum huga er Ölfus eitt þeirra sveitarfélaga sem standa frammi fyrir sögulega miklum tækifærum. Íbúar í samtali og samstarfi við kjörna fulltrúa eru mjög einbeittir í átt að vexti og uppgangi sveitarfélagsins. Það eru forréttindi fyrir mig að fá að koma inn á þessum tímum og fá að taka þátt í þessu verkefni ásamt öðrum,“ segir hann.

Eitt þeirra verkefna sem Elliði stendur nú frammi fyrir er að flytja. Hann segir að fjölskyldan hafi verið að kíkja í kringum sig með það í huga. Ölfus sé í miklum vexti og markaðurinn þar gróskumikill og því segist Elliði ekki kvíða því verkefni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×