Innlent

Veðrið býður upp á dagamun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gangi spáin eftir má gera ráð fyrir fullum Austurvelli.
Gangi spáin eftir má gera ráð fyrir fullum Austurvelli. Vísir/daníel

Austlæg eða breytileg átt og dálítil rigning um vestanvert landið í fyrstu, en það styttir upp og birtir til síðdegis. Skýjað með köflum og úrkomulítið á Suðausturlandi en þurrt og bjart norðaustantil, hiti víða 12 til 17 stig að deginum en allt að 22 stigum norðaustanlands.

Veðrið í höfuðborginni verður heldur ekkert slor. Svo virðist sem það verði nokkuð léttskýjað - ef ekki bara hreinlega sólskin - allan seinni partinn. Það þykir mörgum netverjum ærið tilefni til að gera sér dagamun.Á vef Veðurstofunnar segir að „langt suður í hafi“ sé 994 lægð á leið til austurs, en að í nótt fari hún til norðvesturs. Það þykknar því upp og fer að rigna á morgun, fyrst suðaustantil, en þurrt verður á Vestfjörðum fram á kvöld. Hlýtt og rakt loft fylgir lægðinni og má búast við talsverða rigningu um tíma um sunnanvert landið.

Útlit er fyrir að áframhaldandi austlægar áttir verði ríkjandi fram í miðja næstu viku með talsverðir rigningu á köflum, einkum á Suðausturlandi, en að það verði úrkomuminna norðvestantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Hæg austlæg átt, skýjað með köflum en dálítil væta suðaustanlands. Gengur í austan 8-15 m/s síðdegis með rigningu, talsverðri á köflum, um sunnanvert landið en úrkomuminna norðtil. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðurlandi. 

Á sunnudag og mánudag:
Austlæg átt 8-15 m/s og rigning, en úrkomuminna norðvestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á vestanlands. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustanátt og rigning um landið sunnan- og austanvert en úrkomulítið norðvestantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi vestra. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt og rigning eða súld norðanlands en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.