Viðskipti innlent

Verðhækkanir og uppsagnir í kortunum verði launahækkanir of miklar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Formaður Samtaka iðnaðarins telur verðhækkanir í kortunum á næstu misserum og afar lítið svigrúm til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þrátt fyrir góðæri hafi framleiðslufyrirtæki þurft að hagræða hjá sér og segja upp fólki.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með framkvæmdastjórum ýmissa framleiðslufyrirtækja í Morgunblaðinu í dag sem telja tímabært að hækka verð á matvælum en þrátt fyrir miklar kostnaðarhækkanir undanfarið hafi fyrirtækið lítið sem ekkert hækkað vöruverð til að ýta ekki undir verðbólgu.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins telur verðhækkanir í kortunum á næstu misserum og afar lítið svigrúm til launahækkana í næstu kjarasamningum. Þrátt fyrir góðæri hafi framleiðslufyrirtæki þurft að hagræða hjá sér og segja upp fólki.
Þá hafi fyrirtæki í iðnaði þurft að segja upp fólki þrátt fyrir að nú ríki góðæri á ýmsum sviðum hér á landi.

„Ég tel mig geta fullyrt að hvert einasta iðnfyrirtæki hér á landi hefur verið eða er í hagræðingu með öllum tiltækum ráðum og því miður hafa of mörg fyrirtæki þurft að segja upp fólki,“ segir hún.

Ekkert svigrúm til launahækkana

Hún segir ekkert svigrúm til launahækkana í næstu kjarasamningum. 

„Það er ekkert svigrúm hjá íslenskum iðnfyrirtækjum til að mæta þeim launakröfumsem virðast ætla að verða uppi. Fulltrúar launþegahreyfingarinnar munu sega að þetta sé sami gamli söngurinn en þetta er sannleikurinn.“

Hún óttast veturinn ef launakröfurnar verði of háar í næstu kjarasamningum

„Ef að kröfurnar verða mjög óraunhæfar þá óttast ég að við séum að fara að sigla inn í mjög þungan vetur á vinnurmarkaði. Of miklar launahækkanir þýða gríðarlega hagræðingu og fækkun starfa,“ segir hún að lokum. 


Tengdar fréttir

Kaupmáttur aukist um 4%

Kaupmáttur launa hækkaði um 2,4 prósent í maí frá fyrri mánuði

Forstjórar ósáttir við sleifarlag kjararáðs

Ríkisforstjórar eru margir ósáttir við síðustu launaákvörðun kjararáðs. Margir fengu litla sem enga hækkun og telja sig eiga mikið inni miðað við sambærilega hópa. Ekki öll erindi afgreidd. FFR fundar um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×