Innlent

Virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri komu Þórólfi Matthíassyni verulega á óvart. Þær séu á skjön við raunveruleikann.
Niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri komu Þórólfi Matthíassyni verulega á óvart. Þær séu á skjön við raunveruleikann.
Virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins þvert á það sem haldið er fram í lokaritgerð í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Háskólaprófessor segir að varlega þurfi að fara í breytingar á virðisaukaskattskerfinu.

Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær var fjallað um niðurstöður lokaverkefnis við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri þar sem tekjur af virðisaukaskatti voru sagðar óverulegar. Þetta stangast á við raunveruleikann að sögn Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands.

„Virðisaukaskatturinn skilar um það bil 30% af tekjum ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum 2018 og er einn af mikilvægustu tekjustofnum ríkisins.“

Hugsunin á bakvið virðisaukaskattinn sé eitt mikilvægasta framlag hagfræðinnar til skattheimtunnar

„...og er í sjálfu sér ákaflega vel hugsuð skattheimta og við það miðuð að valda sem minnstum skaða í hagkerfinu“

Niðurstöður umrædds lokaverkefnis komi því verulega á óvart.

„Ég vona nú að þeir fari yfir það hjá HA hvernig þetta fór svona í gegn,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“

Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×