Innlent

Fæst ekki svarað hvort flugdólgurinn fer á bannlista

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi
Guðjón segir að stefnt hafi í að millilenda þyrfti vélinni á Írlandi WOW Air
Íslenskur ferðalangur með alltof mikið áfengi í blóðinu var handtekinn við komuna til landsins frá Spáni aðfaranótt föstudags. Guðjón M. Þorsteinsson, Ísfirðingur og starfsmaður Musteri vatns og vellíðunar í Bolungarvík, greindi frá atvikinu á föstudaginn en hann tognaði á þumalputta í átökum við manninn. 

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, staðfestir að atvikið hafi komið upp.

„Áhöfn fylgdi öllum verklagsreglum um borð og fengu þau aðstoð frá farþegum vegna atviks þar sem farþegi var með ólæti,“ segir í skriflegu svari Svönu við fyrirspurn Vísis.

„Við komu til Keflavíkur var óskað eftir aðstoð frá lögreglu sem handtók manninn.“

Svana segir að WOW Air geti ekki tjáð sig frekar um einstaka farþega og því ekki svarað spurningum hvort farþeganum verði í framhaldinu meinað að fljúga með WOW Air.

„WOW lítur öll flugatvik sem snúa að ógn öryggis farþega sinna alvarlegum augum. Í sumum tilfellum hefur verið gripið til þeirra ráðstafana að setja aðila á bannlista en við getum ekki tjáð okkur um einstök mál að öðru leyti.“

Guðjón sagði á Facebook að maðurinn hefði látið illum látum í vélinni. Hrækt, sparkað og reynt að bíta sig. Hann hafi brugðist við beiðnum um að gera eitthvað og haft öryggi farþega í huga auk þess sem börn hafi verið hrædd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×