Viðskipti innlent

Afkoma VÍS rúmlega milljarði lakari en gert var ráð fyrir

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins.
Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins. Fréttablaðið/Anton
Afkoma Vátryggingafélags Íslands á öðrum ársfjórðungi verður tæplega 1.100 milljónum verri en ráðgert var í afkomuspá. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun félagsins.

Við vinnslu árshlutauppgjörs fjórðungsins kom í ljós að 300 milljóna króna tap verður í ársfjórðungnum að því er fram kemur í tilkynningu frá VÍS.

Þann 20. júní síðastliðinn sendi VÍS út afkomuviðvörun í tengslum við afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins 2018. Þar var gert ráð fyrir að afkoma á öðrum ársfjórðungi yrði alls um 700 milljónum króna lakari fyrir skatta en afkomuspá hafði gert ráð fyrir; að hagnaður félagsins yrði 92 milljóna króna fyrir skatta í stað 792 milljón króna.

Í afkomuviðvörun segir að stærsta frávikið sé vegna óhagstæðrar þróunar á verðbréfamörkuðum í seinni hluta júnímánaðar eftir að félagið gaf út síðustu afkomuviðvörun.

Hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins nemur um 600 milljónum króna fyrir skatta. Uppfærð 12 mánaða afkomuspá verður birt með uppgjöri annars ársfjórðungs þann 22. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×